Áhorfendur á háhyrningasýningu í SeaWorld í San Antonio fengu heldur betur óvænt bað þegar háhyrningur ákvað að létta á sér í laugina og skvetta skítugu vatni yfir mannfjöldann. Alex Bermudez birti myndband á TikTok sem sýnir háhyrninginn synda með…

Áhorfendur á háhyrningasýningu í SeaWorld í San Antonio fengu heldur betur óvænt bað þegar háhyrningur ákvað að létta á sér í laugina og skvetta skítugu vatni yfir mannfjöldann. Alex Bermudez birti myndband á TikTok sem sýnir háhyrninginn synda með ský af hvalaskít á eftir sér, sem hann dreifir svo með látum yfir áhorfendur og starfsmenn. Þetta óvænta uppátæki vakti töluverð viðbrögð en myndbandið hefur farið víða um netið. SeaWorld hefur sætt mikilli gagnrýni í gegnum árin fyrir meðferð sína á háhyrningum og tilkynnti árið 2016 að ræktun þeirra yrði hætt. Enn eru þó fimm háhyrningar í SeaWorld San Antonio.

Sjáðu myndbandið og lestu meira um málið á K100.is.