Inga Sæland
Inga Sæland

Snemma árs 2009 tóku landsmenn stjórnina, þeir gripu potta sína og pönnur og þrömmuðu niður á Austurvöll. Þeir voru að mótmæla óhæfum stjórnvöldum sem höfðu átt stærstan þátt í bankahruninu með vangetu sinni og vanþekkingu.

Búsáhaldabyltingin leiddi til þess að stjórnin hrökklaðist frá og efnt til nýrra kosninga. Landsmenn gengu til kosninga, sumir fullir vonar, aðrir fullir ótta, en flestum var gjörsamlega misboðið og voru bálreiðir. Niðurstaða kosninganna varð sú að hin „norræna velferðarstjórn“ Samfylkingar og Vinstri-grænna leit dagsins ljós.

Þessi ríkisstjórn lofaði því m.a. að slá skjaldborg um heimili landsmanna. Það er skemmst frá því að segja að undir þeirra stjórn fóru í hönd einhver erfiðustu ár í lífi margra Íslendinga. Skjaldborgin breyttist í gjaldborg, stjórnvöld undirgengust öll þau skilyrði sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tróð

...

Höfundur: Inga Sæland