2003 „Í gegnum Ólaf Elíasson mun heimurinn gera sér grein fyrir tilvist annarra íslenskra listamanna“ Dorrit Moussaieff
Veðurverkefnið Frétt á forsíðu Morgunblaðsins 15. október 2003 um verk Ólafs Elíassonar. Ítarlega var fjallað um verkið í blaðinu á þessum tíma.
Veðurverkefnið Frétt á forsíðu Morgunblaðsins 15. október 2003 um verk Ólafs Elíassonar. Ítarlega var fjallað um verkið í blaðinu á þessum tíma.

Sviðsljós

Guðm. Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Þótt nokkuð hafi verið fjallað um listamanninn Ólaf Elíasson í íslenskum fjölmiðlum í kringum síðustu aldamót má segja að hann hafi komist fyrir alvöru í sviðsljósið í október árið 2003 þegar sýning hans, „Verkefni um veðrið“ eða „The Weather Project“, var sett upp í svonefndum túrbínusal Tate Modern-listasafnsins í Lundúnum. Verkið vakti mikla athygli, ekki aðeins í breska listheiminum heldur einnig í hinum alþjóðlega listheimi.

Tate Modern-safnið er á suðurbakka Thamesár við Millennium-brúna, göngubrú sem liggur yfir ána. Húsið var upphaflega rafstöð en var endurbyggt og breytt í listasafn sem var opnað árið 2000. Á hverju ári var listamanni boðið að setja upp sýningu í túrbínusalnum og árið 2003 var

...