Dubrovnik í Króatíu er ein fallegasta borg, sem ég hef komið til. Þar talaði ég á ráðstefnu evrópskra íhalds- og umbótaflokka um fjölskylduna, aldursþróun og frjósemi 18. október 2024. Ég rifjaði upp, að Aristóteles gerði í Mælskulistinni greinarmun …

Dubrovnik í Króatíu er ein fallegasta borg, sem ég hef komið til. Þar talaði ég á ráðstefnu evrópskra íhalds- og umbótaflokka um fjölskylduna, aldursþróun og frjósemi 18. október 2024. Ég rifjaði upp, að Aristóteles gerði í Mælskulistinni greinarmun á viðhorfum æskumanna, sem létu stjórnast af vonum, og öldunga, sem yljuðu sér við minningar. Rosknu fólki hefði fjölgað hlutfallslega með hækkandi meðalaldri, og það kysi frekar í kosningum en ungt fólk, svo að það hefði síaukin stjórnmálaáhrif. En ellin þyrfti síður en svo að vera byrði á æskunni. Hún gæti lagt sitt af mörkum til aukinnar framleiðslu og neyslu. Kænir stjórnmálamenn ættu að höfða jafnt til vona æskunnar, fjölga tækifærum, og ótta ellinnar, verjast óþjóðalýð.

Ég sagði hagfræðinga hafa bent á, að fjölskyldan hefði löngum verið eins konar gagnkvæmt tryggingarfélag og vettvangur sjálfvalinnar

...