Grunnskólar landsins, sem svöruðu í könnun, segjast hafa sett sér einhverjar reglur um símanotkun nemenda. Í tæpum helmingi þeirra eða 45% grunnskóla á landinu eru símar alfarið bannaðir en algengast er að símanotkun sé leyfð með takmörkunum í skólum.

Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Umboðsmaður barna sendi til allra 174 grunnskóla landsins í lok ágúst sl. Svör bárust frá 126 skólum. Greint er frá niðurstöðunum á vefsíðu umboðsmanns.

...