Rannsóknir Til skoðunar er að Hafrannsóknastofnun fái nýjan kafbát.
Rannsóknir Til skoðunar er að Hafrannsóknastofnun fái nýjan kafbát.

Hafrannsóknastofnun skoðar nú kaup á nýjum kafbáti til notkunar við rannsóknir stofnunarinnar, nánar tiltekið verkefni tengd kortlagningu búsvæða á grunnslóð. Kafbáturinn er fjarstýrður og með ýmiss konar búnað sem stýrt er frá yfirborði með ljósleiðara­kapli.

Fjársýsla ríkisins bauð út kaupin á dögunum og ­hljóðaði kostnaðaráætlun upp á 19 milljónir króna. Aðeins eitt tilboð barst, frá Slippnum Akureyri ehf., og hljóðaði það upp á tæpar 25 milljónir króna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort gengið verði að því tilboði. „Við fórum í útboð varðandi kafbátinn þar sem hann var yfir viðmiðunarmörkum og erum að meta það núna hvort við göngum að þessu tilboði, sem var aðeins yfir því sem við gerðum ráð fyrir,“ segir Jónas Jónasson, sviðsstjóri á botnsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar. hdm@mbl.is