250 g brie-ostur

250 g smjör

1 msk. hunang

ferskt timian

Byrjið á því að taka smjörið úr kæli að minnsta kosti fjórum klukkustundum fyrir notkun, best væri að taka það úr kæli daginn áður. Skerið næst húðina af brie-ostinum vegna þess að hún þeytist illa. Byrjið á því að þeyta ostinn og smjörið saman í matvinnslu- eða hrærivél þangað til áferðin verður silkimjúk. Setjið síðan smjörið í skál og skreytið með hunangi og fersku timían og berið fram með ristuðu súrdeigsbrauði.