Arna Magnea Danks, leikkona, bardagahönnuður og kennari, spjallaði við þáttastjórnendur í Skemmtilegri leiðinni heim um feril sinn sem bardagahönnuður í vikunni, en í því starfi hannar hún slagsmála- og ofbeldisatriði fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leiksvið
— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Arna Magnea Danks, leikkona, bardagahönnuður og kennari, spjallaði við þáttastjórnendur í Skemmtilegri leiðinni heim um feril sinn sem bardagahönnuður í vikunni, en í því starfi hannar hún slagsmála- og ofbeldisatriði fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leiksvið. Hún lýsir starfinu með skemmtilegum hætti fyrir nemendur og kallar sig „meistara í gamnislag og atvinnufífl“. Á námsárum sínum í Bretlandi æfði Arna ólympískar skylmingar með leiklistarnáminu og fékk hrós fyrir einstaka hæfileika, sem leiddu hana inn á þessa óhefðbundnu braut. Nánar á K100.is.