„Í morgun er suðlæg átt, 8-12 metrar eins og er og hitastigið er mínus 1-3 gráður og það er éljagangur hérna á heiðinni,“ útskýrir Eyjólfur Valur Gunnarsson í myndbandi sem birtist í gær á Facebook á síðunni Addi ehf Holtavörðuheiði
Holtavörðuheiði Eyjólfur póstar nákvæmri lýsingu á veðri og færð.
Holtavörðuheiði Eyjólfur póstar nákvæmri lýsingu á veðri og færð. — Ljósmynd/Eyjólfur

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Í morgun er suðlæg átt, 8-12 metrar eins og er og hitastigið er mínus 1-3 gráður og það er éljagangur hérna á heiðinni,“ útskýrir Eyjólfur Valur Gunnarsson í myndbandi sem birtist í gær á Facebook á síðunni Addi ehf Holtavörðuheiði. Eyjólfur, sem starfar hjá fyrirtækinu Addi ehf., hefur verið duglegur að setja inn myndbönd á Facebook sem lýsa veðrinu og akstursskilyrðum á Holtavörðuheiði.

„Það get ég sagt ykkur“

„Þetta byrjaði nú bara svona á léttu nótunum hjá mér. Ég var aðallega að hugsa um börnin mín sem búa á Akureyri og að þau langaði að fylgjast með gamla aðeins,“ segir Eyjólfur. En það voru fleiri en börn Eyjólfs sem tóku eftir tiltækinu, sem segja má að sé einstök samfélagsþjónusta

...