Streymisveitan Spotify er nær botnlaus brunnur íslenskra lagalista og hafa sumir listar notið sérstakra vinsælda meðal landsmanna. Morgunblaðið ræddi við höfunda nokkurra lista sem hafa allt að fimm þúsund fylgjendur
Poppari eða dægurlagasmiður? Hvenær megum við byrja að kalla lag dægurlag frekar en popplag?
Poppari eða dægurlagasmiður? Hvenær megum við byrja að kalla lag dægurlag frekar en popplag? — Morgunblaðið/Styrmir Kári

Sviðsljós

Agnar Már Másson

agnarmar@mbl.is

Streymisveitan Spotify er nær botnlaus brunnur íslenskra lagalista og hafa sumir listar notið sérstakra vinsælda meðal landsmanna. Morgunblaðið ræddi við höfunda nokkurra lista sem hafa allt að fimm þúsund fylgjendur. Sumir lagalistahöfundar hafa jafnvel fengið fjölmörg skilaboð frá tónlistarmönnum sem vilja koma tónlist sinni á framfæri.

Lagalistar, eða playlistar í daglegu tali, hafa fyrir löngu leyst mixteipið af hólmi og fylgja nú mörgum hvert sem þeir fara. Undirritaður fer varla úr húsi án þess að hafa góðan lista í gangi, nema í þeim tilfellum sem hljómplata eða hljóðbók verða fyrir valinu.

Lagalistar geta ýmist verið einkasafn eða samansettir fyrir allra eyru og geta

...