Gunnar hefur lagasmíðalega náðargáfu, er í lófa lagið að hrista fram einstaklega melódísk lög sem hann setur svo ýmist í hávaðabundinn neðanjarðarrokksbúning, nýbylgjulegan poppgír eða barnaplötuform.
Rokk Hljómsveitin Dr. Gunni á hljómleikum í 12 tónum haustið 2022.
Rokk Hljómsveitin Dr. Gunni á hljómleikum í 12 tónum haustið 2022. — Ljósmynd/Leifur Wilberg Orrason

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Síðasta plata hljómsveitarinnar Dr. Gunna, Nei, ókei, var sprúðlandi hress. Flestallt sem doktorinn hefur komið að í gegnum tíðina er snilld en það var samt eins og það væri einhver aukainngjöf á plötunni. Endurræsing. Og þessu góða flugi er fram haldið hér. Þeir Guðmundur Birgir Halldórsson (gítar), Grímur Atlason (bassi) og Kristján Freyr Halldórsson (trommur) skipa hljómsveitina eins og áður, ásamt Gunna (gítar, rödd). Upptaka og hljóðblöndun var í höndum Árna Hjörvars Árnasonar.

Gunnar hefur lagasmíðalega náðargáfu, er í lófa lagið að hrista fram einstaklega melódísk lög sem hann setur svo ýmist í hávaðabundinn neðanjarðarrokksbúning, nýbylgjulegan poppgír eða barnaplötuform. En öll eru lögin úr sama ranni. Textar

...