Stundum finnst manni að ríkjandi viðhorf sé að þau frægðarmenni sem sækjast eftir sæti á framboðslistum séu athyglissjúk.
Hinn skeleggi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var á sínum tíma frægur í framboði. Hér er hann á fundi með forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur.
Hinn skeleggi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var á sínum tíma frægur í framboði. Hér er hann á fundi með forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur. — Morgunblaðið/Eggert

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Pistlahöfundur kveikti á dögunum á úvarpstækinu til að hlusta á þjóðmálaþáttinn Sprengisand. Þar bar til tíðinda að hinn ágæti Páll Magnússon var við stjórnvölinn í forföllum þáttarstjórnanda. Páll stýrði þættinum með samblandi af mildi og festu þannig að hlustunin var öll hin ánægjulegasta og vitaskuld fróðleg.

Páll var á sínum tíma þekktur fjölmiðlamaður og útvarpsstjóri sem sneri sér síðan að stjórnmálum. Hann varð þá, eins og það heitir í dag, frægur í framboði.

Í þætti Páls var meðal annars rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, einn svipmesta stjórnmálamann landsins, sem oft hefur margt merkilegt fram að færa en er stundum á

...