Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann glæsilegan sigur á sterku pólsku liði, 30:24, í vináttuleik í Framhöllinni í Úlfarsárdal í gærkvöldi. Ísland lagði grunninn að sigrinum með mögnuðum fyrri hálfleik
Markahæst Elín Klara Þorkelsdóttir sækir á pólsku vörnina í gærkvöldi. Hún var markahæst með sjö mörk.
Markahæst Elín Klara Þorkelsdóttir sækir á pólsku vörnina í gærkvöldi. Hún var markahæst með sjö mörk. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Handbolti

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann glæsilegan sigur á sterku pólsku liði, 30:24, í vináttuleik í Framhöllinni í Úlfarsárdal í gærkvöldi.

Ísland lagði grunninn að sigrinum með mögnuðum fyrri hálfleik. Staðan eftir 18 mínútur var 10:4 og var munurinn í hálfleik níu mörk, 18:9.

Pólska liðið minnkaði muninn í þrjú mörk með sjö mörkum í röð í seinni hálfleik, 24:21. Íslenska liðið hresstist hins vegar töluvert eftir leikhlé Arnars Péturssonar, jók muninn á ný og vann sanngjarnan sex marka sigur.

Geysilega sterk vörn

„Sóknarleikurinn var eldsnöggur og einkar beinskeyttur, Hafdís Renötudóttir

...