Ég hef komið fram á fleiri tónleikum en nokkurn tíma Iron Maiden.
Paul Di’Anno var litríkur náungi.
Paul Di’Anno var litríkur náungi. — Wikimedia

Gaurarnir í Iron Maiden voru miklir ljúflingar sem auðveldlega hefði mátt kynna fyrir ömmu sinni. Hún hefði dýrkað þá. En hefði amman á hinn bóginn hitt mig hefði hún dáið úr hjartaáfalli innan mínútu ... Það var ég sem kom með brjálsemina og öfgarnar inn í bandið.“

Þessi orð Pauls Di’Annos úr gömlu viðtali segja sína sögu. Hann var ekki af sama sauðahúsi og félagar hans í breska málmbandinu goðsagnakennda. Steve Harris bassaleikari stofnaði Iron Maiden 1975 en þegar Di’Anno kom að borði síðla árs 1978 hafði bandið þegar losað sig við tvo söngvara, Paul Day og Dennis Wilcock. Ekki svo að skilja að Di’Anno hafi fallið í stafi.

„Gamli söngvarinn þeirra var með kauðalegt sverð og gerviblóð lak út um munnvikin. Við félagarnir vorum að pissa á okkur úr

...