Það þýðir ekkert fyrir fólk sem er ekki með þjónustulund að fara í svona lagað.
Erla og Haraldur fyrir framan gömlu bæjar- og útihúsin sem nýja íbúðarhúsnæðið leysti að hluta af hólmi um 1960.
Erla og Haraldur fyrir framan gömlu bæjar- og útihúsin sem nýja íbúðarhúsnæðið leysti að hluta af hólmi um 1960. — Morgunblaðið/Stefán Einar Stefánsson

Við rennum í hlað og það er handagangur í öskjunni enda ferðamenn enn á svæðinu þótt tekið sé að hausta. Enginn annar bær hér á landi ber þetta sterka nafn, Ásbrandsstaðir. Hann er í Vopnafirði. Þar búa þau Erla Alfreðsdóttir og Haraldur Jónsson og í bæjardyrunum stendur tengdadóttirin, sem reyndar er ekki að austan heldur af Suðurlandinu.

Okkur er boðið í eldhúskrókinn eins og tíðkast víða til sveita og á borð er borið heimabakað með rjúkandi heitu kaffi. Hér er gestum sinnt af ljúfmennsku og þannig hefur það verið um langan aldur.

„Frá því að ættingjar Erlu hófu hér búskap um aldamótin 1900 hefur alla tíð verið mjög gestkvæmt hér því Ásbrandsstaðir hafa í rauninni verið í þjóðbraut og hér á árum áður þegar menn voru á leiðinni innan úr dölum og út í þorp að reka verslunarerindi sín komu þeir oft við hér, fengu sér hérna hressingu, komust út í þorp og kláruðu viðskiptin og komu svo aftur hér og fengu gistingu. Ekki sem ferðaþjónustubær heldur var

...