Bókaútgáfan Sæmundur sendir frá sér þó nokkurn fjölda bóka í ár. Af skáldverkum má fyrst nefna verkið Kona á buxum eftir Auði Styrkársdóttur sem er heimildaskáldsaga um Þuríði formann á Stokkseyri sem varð strax á barnsaldri dugandi sjómaður og gekk uppkomin á buxum

Bókaútgáfan Sæmundur sendir frá sér þó nokkurn fjölda bóka í ár.

Af skáldverkum má fyrst nefna verkið Kona á buxum eftir Auði Styrkársdóttur sem er heimildaskáldsaga um Þuríði formann á Stokkseyri sem varð strax á barnsaldri dugandi sjómaður og gekk uppkomin á buxum.

Um verkið Gröf minninganna eftir Bjarka Bjarnason segir: „Fátækt og rótleysi setja sterkan svip á æsku ungrar stúlku og lesandinn horfir á heiminn með hennar augum.“ Guðrún eftir Brynju Svane í þýðingu Sigurlínar Sveinbjarnardóttur fjallar um ekkjuna Guðrúnu á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp á 18. öld.

Í bókinni Súkkulaðileikur eftir Hlyn Níels Grímsson segir frá „manni sem kerfið hefur hafnað, tekið í fóstur eða jafnvel í gíslingu – allt eftir því hvernig á það er

...