Þrátt fyrir ósigur í Austin í Texas, 3:1, var frammistaða kvennalandsliðs Íslands í fótbolta gegn ólympíumeisturum Bandaríkjanna einhver sú besta í sögunni gegn bandaríska landsliðinu. Ísland hefur aðeins tvisvar náð jafntefli í sextán landsleikjum…
Skoraði Selma Sól Magnúsdóttir, fimmta markið í 42 landsleikjum.
Skoraði Selma Sól Magnúsdóttir, fimmta markið í 42 landsleikjum. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Þrátt fyrir ósigur í Austin í Texas, 3:1, var frammistaða kvennalandsliðs Íslands í fótbolta gegn ólympíumeisturum Bandaríkjanna einhver sú besta í sögunni gegn bandaríska landsliðinu.

Ísland hefur aðeins tvisvar náð jafntefli í sextán landsleikjum við Bandaríkin, sem eru á ný í toppsæti heimslista FIFA, þar sem liðið hefur verið lengst allra þjóða.

Íslenska liðið átti heilmikið í leiknum, skapaði sér mörg marktækifæri, og staðan var 1:1 þar til á lokamínútum leiksins þegar varamennirnir Jaedyn Shaw og Sophia Smith skoruðu og tryggðu bandarískan sigur.

Selma Sól Magnúsdóttir skoraði glæsilegt mark á 56. mínútu, með skoti utan vítateigs, en áður hafði Alyssa Thompson komið Bandaríkjunum yfir á 39. mínútu.

...