Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, þvertók í gær fyrir þær fregnir að Pútín og milljarðamæringurinn Elon Musk hefðu átt í leynilegum samskiptum frá því á árinu 2022. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hafði í fyrrakvöld eftir…
Elon Musk
Elon Musk

Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, þvertók í gær fyrir þær fregnir að Pútín og milljarðamæringurinn Elon Musk hefðu átt í leynilegum samskiptum frá því á árinu 2022.

Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hafði í fyrrakvöld eftir háttsettum heimildarmönnum í Washington-borg að Pútín og Musk hefðu rætt saman með reglulegu millibili undanfarin tvö ár. Sagði blaðið að Pútín hefði m.a. beðið Musk um að tryggja að gervihnattanetþjónustan Starlink yrði ekki virkjuð fyrir Taívan, og myndi það þá vera greiði fyrir Xi Jinping Kínaforseta.

Peskov sagði að Pútín og Musk hefðu einungis talað einu sinni saman símleiðis og það hefði verið fyrir rúmlega tveimur árum. Allar fullyrðingar um frekari samskipti þeirra væru rangar.