Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari koma fram í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudaginn 27. október, kl. 13.30. Í tilkynningu segir að þær muni flytja „gullfallega efnisskrá sem samanstendur af…

Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari koma fram í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudaginn 27. október, kl. 13.30. Í tilkynningu segir að þær muni flytja „gullfallega efnisskrá sem samanstendur af áhrifaríkum sönglögum og lagaflokkum úr ýmsum áttum, meðal annars eftir Þorkel Sigurbjörnsson við ljóð úr lagaflokknum Þorpið eftir Kópavogsskáldið Jón úr Vör“. Á undan tónleikunum, kl. 13, verður boðið upp á tónleikaspjall við þær Hildigunni og Guðrúnu Dalíu. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Tíbrá.