50 ára Agnes er Kópavogsbúi, ólst upp að mestu í Hvömmunum og býr núna í Lindahverfi. Hún hefur líka verið búsett í Danmörku og Finnlandi. Hún er með B.Sc.-próf í framleiðslutæknifræði frá Syddansk Universitet í Sønderborg í Danmörku og er með M.Sc.-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Agnes er framkvæmdastjóri Verkefnastjórnunarfélags Íslands. Hún kennir einnig stjórnun í Háskólanum í Reykjavík og er sjálfstætt starfandi ráðgjafi.

Agnes hefur skrifað bækur um stjórnun, sú nýjasta er Afburðastjórnun gefin út 2019. Hún hefur brennandi áhuga á öllu sem við kemur góðu skipulagi og kúltúr sem sér til þess að vinnan sé gefandi og þjónustan góð á sama tíma og vel sé farið með tíma og peninga. Nýjasta hugðarefnið er að blanda saman afburðastjórnun og jógafræðum og býður hún upp á vinnustofur með vinkonu sinni, Steinunni Kristínu jógakennara, sem

...