Það er ekki í boði að komandi kosningar snúist um innistæðulaus kosningaloforð eða skýjaborgir sem ýta upp verðbólguvæntingum.

Eyjólfur Árni Rafnsson og Sigríður Margrét Oddsdóttir

„Það eru áratugir þar sem ekkert gerist og svo eru vikur þar sem áratugir gerast,“ á Vladimír Lenín að hafa sagt. Við hjá Samtökum atvinnulífsins leggjum það ekki í vana okkar að vitna til gamalla leiðtoga Ráðstjórnarríkjanna sálugu, en meira að segja biluð klukka er rétt tvisvar á dag.

Við Íslendingar höfum tækifæri nú til að marka framtíð Íslands og næstu vikur skipta sköpum fyrir komandi ár. Ef græn orkuöflun, efnahagslegur stöðugleiki og samkeppnishæfni atvinnulífsins verða sett á dagskrá þann 30. nóvember þegar við göngum til kosninga munum við um leið leggja grunninn að næsta vaxtarskeiði Íslands.

Við ættum öll að geta verið samtaka um að grípa tækifærið.

Framtíðarsýnin er græn

...