Verkin endurspegla persónulega sýn mína á listasögu þessa tíma, sem ákveðið mótvægi við opinbera listasögu.
Steingrímur bendir á þátttökuverk sín en þar er að finna fyrirmæli til gesta.
Steingrímur bendir á þátttökuverk sín en þar er að finna fyrirmæli til gesta. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Steingrímur Eyfjörð heldur einkasýninguna 1978 í Listval galleríi. Þar vinnur hann með hugmyndir og handrit að verkum sem vísa til tímabilsins 1957 til 1981 í íslenskri listasögu

„Tímabilið 1957 til 1980 er avant-garde-tímabil í íslenskri myndlistarsögu. Ég þekki hluta af því, var á staðnum. Þarna eru hugleiðingar mínar um þetta tímabil og verkin endurspegla persónulega sýn mína á listasögu þessa tíma, sem ákveðið mótvægi við opinbera listasögu. Ég sem myndlistarmaður hef leyfi til að koma með aðra frásögn en er í hinni opinberu listasögu. Að mínu mati er íslensk myndlist ókannaður heimur,“ segir Steingrímur.

„Ég miða tímabilið við það þegar Dieter Roth flutti til landsins árið 1957 árið og 1978 þegar Nýlistasafnið var stofnað. Á þessu tímabili verða til

...