Við viljum öll búa í öruggu umhverfi, geta lifað sómasamlegu lífi á einfaldan hátt og búa í samfélagi þar sem við hugum hvert að öðru.
S. Vopni Björnsson
S. Vopni Björnsson

S. Vopni Björnsson

Við lifum á flóknum tímum. Staða samfélagsins okkar hér á Íslandi er orðin grafalvarleg eftir ríkisstjórnarleysi síðustu ára og eins er staðan í heiminum öllum mjög flókin, mögulega af sömu ástæðu, þ.e. vegna stjórnleysis og hugmyndafræði æðstu leiðtoga sem er ekki í takt við raunveruleika flestra.

Á sama tíma og almenningur upplifir það að samfélagið sem við búum í er flókið kallar fólk eftir einföldum stjórnmálum. Fólki er nefnilega tamt að snúa aftur í einfaldleikann og grunninn þegar það hefur áttað sig á því að gerviraunveruleiki skilar engu nema brostnum draumum.

Áherslumálin sem fólk talar um í dag eru einföld: Það þarf að ná tökum á efnahagsmálum, það þarf að ná tökum á innflytjendamálum og það þarf að koma á heilbrigðum

...