Hinum dæmda Írana árið 1964 var gefið að sök að hafa myrt 24 menn.
Hinum dæmda Írana árið 1964 var gefið að sök að hafa myrt 24 menn. — Morgunblaðið/Golli

Hún var fremur óvenjuleg hinsta óskin sem maður að nafni Houshang Amini fékk uppfyllta áður en hann var tekinn af lífi fyrir framan 20 þúsund manns á aðaltorginu í Teheran í október 1964: Hann vildi fá að syngja klámvísur fyrir lýðinn gegnum gjallarhorn.

„Þessa síðustu ósk varð að veita Amini, því írönsk lög mæla svo fyrir,“ stóð í frétt Morgunblaðsins. Böðullinn rétti honum því gjallarhorn og Amini söng um stund hástöfum. Að því búnu skilaði hann gjallarhorninu og var hengdur ásamt öðrum manni. Mannfjöldinn horfði á.

Lögreglan sagði, að því er fram kom í frétt blaðsins, að Amini og hinn maðurinn hefðu verið dæmdir til dauða fyrir að myrða 24 menn, þeirra á meðal þýskan verkfræðing.

Í sama tölublaði var frétt þess efnis að málgagn miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna léti að því liggja

...