Helga Steinunn Hróbjartsdóttir fæddist 30. september 1936. Hún lést 28. september 2024.

Útför Helgu Steinunnar fór fram 21. október 2024.

Elsku tengdamamma fékk hvíldina 28. september. Helga var alveg einstök kona, frábær tengdamóðir, sem reyndist mér sem mín eigin móðir og yndisleg amma sem gaf sig mikið að barnabörnunum og var alltaf til staðar fyrir sitt fólk. Þegar hún mætti í barnaafmælin þar sem tvær fjölskyldur mættust var hún á augabragði búin að gefa hverri manneskju athygli og aðdáun ásamt afmælisbarninu. Hún bar með sér mikla útgeislun og gleði sem hún smitaði alls staðar sem hún kom. Fékk ég þá stundum að heyra: „Vá, þessi kona, hún er alveg mögnuð.“

Hún var sérkennari að mennt og rak hún heimavist fyrir stúlkur í mörg ár, ásamt eiginmanni sínum. Stúlkurnar tóku ástfóstri við

...