Kvikmyndin Joker vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2019. Fólk virtist skiptast í tvær fylkingar í viðtökum sínum; þeirra sem elskuðu myndina og þeirra sem fyrirlitu hana
Jóker Fátt gengur upp í framhaldsmyndinni.
Jóker Fátt gengur upp í framhaldsmyndinni. — Ljósmynd/Warner Bros.

Gunnar Egill Daníelsson

Kvikmyndin Joker vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2019. Fólk virtist skiptast í tvær fylkingar í viðtökum sínum; þeirra sem elskuðu myndina og þeirra sem fyrirlitu hana. Öllu háværari voru raddir þeirra sem kunnu að meta myndina, að minnsta kosti í búbblu ljósvaka.

Þar sem ljósvaki er ætíð svo dipló var hann einhvers staðar á milli. Joker stal blákalt frá hinum sígildu Taxi Driver, Network og The King of Comedy en það kom ekki í veg fyrir að ljósvaki kynni að meta Joker, þótt hún væri ekki að fara að tylla sér á neina topplista. Öðrum sögum fer af framhaldsmyndinni Joker: Folie à deux.

...