Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að leyniþjónustur Úkraínu teldu að Rússar myndu senda hersveitir skipaðar Norður-Kóreumönnum til bardaga um helgina. Sagði Selenskí á samfélagsmiðlum sínum að þetta væri skýr stigmögnun átakanna af hálfu …
Seúl Suður-Kóreumaður kynnir sér hér umfjöllun þarlendra dagblaða um liðsafnað Norður-Kóreumanna í Rússlandi, en Úkraínumenn telja að norðurkóreskir hermenn verði sendir til bardaga gegn Úkraínuher nú um helgina.
Seúl Suður-Kóreumaður kynnir sér hér umfjöllun þarlendra dagblaða um liðsafnað Norður-Kóreumanna í Rússlandi, en Úkraínumenn telja að norðurkóreskir hermenn verði sendir til bardaga gegn Úkraínuher nú um helgina. — AFP/Anthony Wallace

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að leyniþjónustur Úkraínu teldu að Rússar myndu senda hersveitir skipaðar Norður-Kóreumönnum til bardaga um helgina. Sagði Selenskí á samfélagsmiðlum sínum að þetta væri skýr stigmögnun átakanna af hálfu Rússa, og að það skipti máli í ljósi þeirra falsfregna sem borist hefðu af fundi BRICS-ríkjanna í Kasan í Rússlandi.

„Heimsbyggðin getur greinilega séð hin sönnu áform Rússlands: að halda stríðinu áfram,“ sagði Selenskí og bætti við að þjóðarleiðtogar yrðu að svara þátttöku Norður-Kóreumanna í innrás Rússa með festu.

Þá sagði Selenskí að það myndi ekki duga að bregðast við aðild Norður-Kóreumanna að stríðinu með „skeytingarleysi eða óvissum yfirlýsingum“, heldur þyrfti

...