Breiðablik tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta á afar sannfærandi hátt með því að vinna Víkinga, 3:0, í úrslitaleiknum á Víkingsvellinum í gærkvöld. Ísak Snær Þorvaldsson kom Blikum í 2:0 með mörkum á 38
Tvöfalt Benoný Breki, efnilegastur og með nýtt markamet.
Tvöfalt Benoný Breki, efnilegastur og með nýtt markamet. — Morgunblaðið/Hákon

Besta deildin

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Breiðablik tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta á afar sannfærandi hátt með því að vinna Víkinga, 3:0, í úrslitaleiknum á Víkingsvellinum í gærkvöld.

Ísak Snær Þorvaldsson kom Blikum í 2:0 með mörkum á 38. og 50. mínútu og Aron Bjarnason innsiglaði sigurinn með þriðja markinu á 80. mínútu.

Blikar kórónuðu með þessu frábæran seinni hluta á Íslandsmótinu en eftir tap fyrir FH í þrettándu umferð unnu þeir ellefu leiki og gerðu þrjú jafntefli í þeim fjórtán leikjum sem eftir voru.

Þeir þurftu sigur í gærkvöld á meðan Víkingum nægði jafntefli. Eftir að Kópavogsliðið náði forystunni seint í fyrri hálfleik var það ekki

...