Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 2:2, í stórleik helgarinnar í ensku knattspyrnunni og þar með er Manchester City búið að ná eins stigs forystu í úrvalsdeildinni. Arsenal komst tvisvar yfir með mörkum Bukayos Saka og Mikels Merinos en Virgil van…

Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 2:2, í stórleik helgarinnar í ensku knattspyrnunni og þar með er Manchester City búið að ná eins stigs forystu í úrvalsdeildinni.

Arsenal komst tvisvar yfir með mörkum Bukayos Saka og Mikels Merinos en Virgil van Dijk jafnaði í fyrri hálfleik fyrir Liverpool og Mohamed Salah á 81. mínútu.

Erling Haaland tryggði City nauman sigur á botnliði Southampton, 1:0, en markið kom þó strax á 5. mínútu.

Aston Villa missti af tveimur stigum á heimavelli með jafntefli við Bournemouth, 1:1. Evanilson jafnaði fyrir Bournemouth á sjöttu mínútu í uppbótartíma.

Chelsea nálgast enn efstu liðin og vann Newcastle, 2:1, þar sem Cole Palmer skoraði sigurmarkið.

...