Það er vor í lofti. Þessi fullyrðing hljómar vissulega sérkennilega núna í lok október en er engu að síður sönn. Það liggja breytingar í loftinu, nýtt upphaf, ný tækifæri. Á meðan aðrir flokkar virðast verja mikilli orku í innbyrðis erjur hefur…
Hanna Katrin Friðriksson
Hanna Katrin Friðriksson

Það er vor í lofti. Þessi fullyrðing hljómar vissulega sérkennilega núna í lok október en er engu að síður sönn. Það liggja breytingar í loftinu, nýtt upphaf, ný tækifæri. Á meðan aðrir flokkar virðast verja mikilli orku í innbyrðis erjur hefur Viðreisn hlustað eftir ákalli fólks um skynsamlegar breytingar sem bæta líðan þess. Um það eiga stjórnmálin fyrst og fremst að snúast.

Þegar við hlustum þá verða verkefnin fram undan skýr. Það þarf alvöruefnahagsstjórn. Ekki bara í orði heldur á borði. Það þarf að nýta skattpeninga almennings í þágu hagsmuna almennings. Koma böndum á vexti og verðbólgu. Forgangsráða verkefnum í þágu heimila. Það þarf að huga að líðan barna og ungmenna. Skelfilegir harmleikir síðustu mánaða þurfa að vera okkur öllum áminning um að gera betur, að taka utan um unga fólkið. Skólarnir okkar og heilbrigðiskerfið gegna þar lykilhlutverki. Þar er fókus Viðreisnar. Við ætlum að byrja á því

...

Höfundur: Hanna Katrin Friðriksson