Í stjórnmálum er sjálfstæði Íslands mikilvægast af öllu. Það var því eðlilegt að styðja flokk sem hefur varðveislu sjálfstæðis sem meginstoð.
Gísli Ragnarsson
Gísli Ragnarsson

Gísli Ragnarsson

Samfylkingin var við stjórnvölinn frá 2007 til 2013. Fyrst með Sjálfstæðisflokki (2007-2009) og síðan með Vinstri-grænum (2009-2013). Í kosningum 2016 fékk Samfylkingin 5,4% atkvæða, náði einum kjördæmakjörnum þingmanni og tveimur uppbótarmönnum. Samfylkingin hefur ekki komið að stjórn landsins síðan, en hefur aftur á móti stjórnað nánast öllu í Reykjavík. Nú er fylgi Samfylkingarinnar 20-30% í skoðanakönnunum. Greinilegt er að menn trúa því að Samfylkingin muni standa sig betur en áður. Er það líklegt?

Stjórnmálaflokkar gefa flokkum sínum nafn sem tengist hugsjónum þeirra. Það er því furðulegt að til sé stjórnmálaflokkur á Íslandi sem kallast Pírataflokkur. Alþjóðleg stofnun, International Maritime Bureau, skýrði frá því að píratar gerðu 33 árásir, fyrstu þrjá mánuði þessa árs, þar sem vopnum var beitt og gíslar

...