Nytsemi hlutanna fer sjaldnast eftir stærð þeirra og oft gleymist það smáa í daglegu amstri okkar. Þess vegna er valið að hefja þáttasafn þessarar bókar á vasahnífnum. Hugmyndin að því var raunar vakin með því að norskur vinur minn, Hans Petter…
Handverkfæri Bjarni veitti forstöðu Landbúnaðarsafni Íslands og er manna fróðastur um gamla búskaparhætti.
Handverkfæri Bjarni veitti forstöðu Landbúnaðarsafni Íslands og er manna fróðastur um gamla búskaparhætti. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Nytsemi hlutanna fer sjaldnast eftir stærð þeirra og oft gleymist það smáa í daglegu amstri okkar. Þess vegna er valið að hefja þáttasafn þessarar bókar á vasahnífnum. Hugmyndin að því var raunar vakin með því að norskur vinur minn, Hans Petter Evensen, búháttafræðingur og áður búnaðarkennari með ýmsu fleiru, sem hefur búið á Torpo í ofanverðum Hallingdal, vék til mín spurningunni um hvort vasahnífar hefðu verið algengir á Íslandi. Hans Petter vann þá að bók um handverkfæri til sveita og hefur rannsakað sögu ýmissa þeirra, meðal annars vasahnífsins. Hans Petter kvað vasahnífinn hafa verið algengan í Englandi en að í Noregi hefðu hins vegar slíðurhnífar (slirekniv) verið hinir viðteknu brúkshnífar. Til þess að svar við fyrirspurn Hans Petters yrði ekki aðeins sótt í eigin hugarheim setti ég svohljóðandi fyrirspurn á þá merkilegu samskiptasíðu tölvuheims, Facebook, haustið 2018: Til hvers gekk Íslendingur með og brúkaði vasahníf? …

...