Það er betra að yfirgefa ekki samviskuna.
Sigurður Þórðarson
Sigurður Þórðarson

Sigurður Þórðarson

Félagi minn sem ég stunda leikfimi með er hraustur maður þótt hann sé á níræðisaldri. Hann er hamingjusamur og hefur margt til að gleðjast yfir. Honum hefur alltaf vegnað vel í viðskiptum og afkomendurnir, sem eru fjölmargir, eru heilbrigðir og þeir munu ekki þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur. Það eina sem er farið að gefa sig er skammtímaminnið. Hann hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan hann fékk kosningarétt og hann trúði því að þegar sá flokkur stjórnaði farnaðist þjóðinni best. Samt er þessi vinur minn ekki sáttur og hefur áhyggjur af framtíðinni: Hvað er að verða um þjóðina okkar? Og hann hélt áfram: Við erum að tapa tungumálinu og „flokkurinn okkar“ stefnir að því að leggja fram frumvarp um að allar tilskipanir ESB ýti út íslenskum lögum! Fyrir sjö árum skuldaði ríkið nánast ekkert en skuldirnar hafa vaxið gríðarlega. En svo kom Bjarni formaður í sjónvarpið

...