Magnús Einar Svavarsson fæddist 28. október 1954 á Sauðárkróki. Magnús hefur alla tíð búið á Sauðárkróki, en æskuheimili hans var á Hólavegi 15 þar sem hann ólst upp ásamt þremur systrum. Hann byrjaði snemma að stríða systrum sínum og fannst fátt…

Magnús Einar Svavarsson fæddist 28. október 1954 á Sauðárkróki.

Magnús hefur alla tíð búið á Sauðárkróki, en æskuheimili hans var á Hólavegi 15 þar sem hann ólst upp ásamt þremur systrum. Hann byrjaði snemma að stríða systrum sínum og fannst fátt skemmtilegra en að laumast í kökudunkinn og klára hann helst allan, sem systurnar höfðu lagt mikið á sig að baka og að fela fyrir honum.

Hann gekk í grunn- og framhaldsskóla á Sauðárkróki. Jafnframt því fór hann ungur í sveit á sumrin til afa síns og ömmu í Héraðsdal í Skagafirði.

„Þar lærði ég að vinna og að það þýddi ekkert að ofhugsa verkin, það þyrfti bara að klára þau, sama hvað. Í laun fyrir fékk ég að laumast til að keyra bíla og vélar, einungis 10 ára.“

Út frá því fór Magnús síðan

...