Alþingiskosningar eru fram undan og þá þarf heldur betur að sópa vel til á Alþingi með nýju fólki sem þekkir Ísland.
Gísli Reynisson
Gísli Reynisson

Gísli Reynisson

Örugglega ein besta vinnan sem hægt er að komast í er að vera alþingismaður. Maður fær góð laun fyrir að sitja og ýta á takka af og til sem segir JÁ eða NEI. Stólarnir eru þægilegir á Alþinginu og þar er hægt að leggja sig eða hanga á netinu og lesa Aflafrettir.is.

Í stuttu máli má segja að verklýsing alþingismanna og sérstaklega fyrir þá sem eru í minnihluta sé að vera á móti öllu sem meirihlutinn kemur með. Og ef fjalla á um landsbyggðina, þá bara vera á móti öllu sem viðkemur landsbyggðinni eða koma með hugmyndir sem gera það enn erfiðara að búa á landsbyggðinni.

Nægir að nefna mál sem er núna í gangi um að leggja á kílómetragjald á öll ökutæki og lækka á móti olíu og bensín. Sem við vitum öll að sú lækkun mun ganga til baka hægt og rólega. Þetta þýðir mun hærra verð úti á landi

...