Þar sem kjördagur fyrir alþingiskosningar 2024 er 30. nóvember 2024 næ ég heldur ekki að kjósa þar, þó að umsókn mín til að komast á kjörskrá hafi verið samþykkt í janúar eða febrúar 2024!
Theodór Lúðvíksson
Theodór Lúðvíksson

Theodór Lúðvíksson

Ég er einn af mörgum Íslendingum sem búa erlendis og á lögheimili í Frakklandi. Ég hef hins vegar ekki kosningarrétt þar því ég er útlendingur. En meðan ég lifi held ég kosningarétti á Íslandi vegna ríkisborgararéttar míns. Eða hvað?

Þegar Guðni fyrrverandi forseti lýsti yfir í nýársávarpi sínu 2024 að hann ætlaði ekki sækjast eftir endurkjöri í júní, fór ég að athuga með gildistímann fyrir minn kosningarétt. Þá kom í ljós að gildistíminn (ég þarf víst að endurnýja hann á fjögurra ára fresti) var útrunninn og Hagstofan sendi mér tilkynningu að ég væri kominn aftur inn í kerfið en kosningaréttur minn yrði ekki virkjaður fyrr en 1. desember 2024. Svo ég missti af forsetakosningunum þann 1. júní 2024.

Ef Guðni hefði gefið út þessa yfirlýsingu fyrir 1. desember 2023 og hefði ég kært

...