Ísland sigraði Pólland, 28:24, í seinni vináttuleik þjóðanna í handknattleik kvenna á Selfossi á laugardaginn. Íslenska liðið vann fyrri leikinn kvöldið áður, 30:24, í Úlfarsárdal, og fer því með gott veganesti í lokakeppni EM sem hefst í Austurríki í lok nóvember.

Íslenska liðið var yfir allan tímann, komst í 12:7 og staðan var 14:11 í hálfleik. Það sem eftir lifði leiks var munurinn aldrei minni en tvö mörk.

Katrín Anna Ásmundsdóttir og Andrea Jacobsen skoruðu sex mörk hvor, Thea Imani Sturludóttir fjögur, Elín Rósa Magnúsdóttir þrjú, Katrín Tinna Jensdóttir þrjú, Dana Björg Guðmundsdóttir tvö og Berglind Þorsteinsdóttir, Perla Ruth Albertsdóttir, Rut Jónsdóttir og Steinunn Björnsdóttir eitt mark hver.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fimm skot í marki Íslands

...