Jónatan Einarsson fæddist 19. apríl 1975. Hann lést 23. september 2024. Útför hans fór fram 8. október.

Harmafregnin af ótímabæru andláti elsku Jónatans hafði mikil áhrif á mig. Hugurinn leitaði til barnæsku hans í Bolungarvík, í grunnskólann þar sem ég kenndi tónmennt. Jónatan var afburðanæmur unglingur. Tónlist átti hug hans allan og ég var þess alveg fullviss, miðað við hans ríkulega tónlistarlega uppeldi og afburðahæfileika hans á því sviði, að tónlistin yrði hans faglega vegferð í gegnum lífið, hans lifibrauð. En Jónatan var líka áhugasamur um tækni og allt sem tengdist tölvum, upptökum og öðru slíku. Sá þáttur reyndist síðan toga hann í spennandi atvinnu- og þróunarævintýr nýskapandi ungmenna á því sviði þegar hann var kominn til Reykjavíkur.

Jónatan hafði einstaklega þægilega nærveru, var svo blíður, yfirvegaður, athugull og

...