Áfram er haldið frá því sl. laugardag með viðureign Þrastar Þórhallssonar (2.392), hvítt, og Dags Ragnarssonar (2.346) en staðan kom upp í efstu deild, úrvalsdeild, fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla
Hvítur á leik
Hvítur á leik

Áfram er haldið frá því sl. laugardag með viðureign Þrastar Þórhallssonar (2.392), hvítt, og Dags Ragnarssonar (2.346) en staðan kom upp í efstu deild, úrvalsdeild, fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. 29. Hc1! Hd2 svarta staðan hefði einnig verið töpuð eftir 29. … Hxc1 30. Rxc1 þar eð bæði a- og d-peð svarts munu falla. 30. Hc8+ Kg7 31. Ha8! Hd1+ svarti hrókurinn hefði orðið innlyksa og tapast eftir 31. … Hxd3 32. Ke2. 32. Ke2 Hh1 33. h3 Hg1 34. g3 Kg6 35. Hxa4 núna fer hvítur að pikka peð svarts upp eins og ber á víðangri. 35. … Kf5 36. Hb4 Bc7 37. Hxd4 Ha1 38. a3 Ha2 39. Hb4 Bd6 40. Hb5+ Ke4 41. Rc1 Ha1 42. Rb3 Hh1 43. f3 mát. EM öldunga stendur yfir þessa dagana sem og unglingamót í Uppsala í Svíþjóð, sjá nánari upplýsingar um þessa skákviðburði og fleiri til á skak.is.