Var hinn snarpi vöxtur erlendra ferðamanna of mikill til að innviðir og framleiðslustrúktúr hagkerfisins gæti mætt honum án verðbólgu!

Jóhann Rúnar Björgvinsson

Enn og aftur höfum við komið okkur í erfiða stöðu vegna hagstjórnarmistaka, en hvaða leiðir eru tiltækar til að koma okkur út úr þessum ógöngum? Ljóst er að verðbólgan er okkar meginefnahagsvandi og líklega einnig tekjuvandi sveitarfélaga (til að mæta skyldubundnum verkefnum), en hverjar eru meginástæður verðbólgunnar? Líklega eru það of snarpur vöxtur í ferðaþjónustu eftir covid, viðbrögð sveitarfélaga við tekjuvanda og aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgu.

Of snarpur vöxtur í ferðaþjónustu

Hinn snarpi vöxtur erlendra ferðamanna á árunum 2021-2023 var of mikill til að innviðir og framleiðslustrúktúr hagkerfisins gæti mætt honum sómasamlega án þess að verðbólgan færi af stað, sérstaklega á húsnæðismarkaði. Fyrir covid hafði húsnæðismarkaðurinn byggst upp hægt og rólega til að mæta

...