Ofangreindar tölur hver fyrir sig eða saman ríma illa við að á Íslandi sé ástandið í daprara lagi og fari versnandi, þvert á móti.
Þorbjörn Guðjónsson
Þorbjörn Guðjónsson

Þorbjörn Guðjónsson

Það vill oft bera við í fréttamiðlum að varpað sé fram fullyrðingum án þess að þeim fylgi upplýsingar sem styðja sannleiksgildi þeirra. Meðal slíkra upphrópana er sú fullyrðing að efnahagur landsmanna sé slakur og misskiptingin fari versnandi.

Hér að neðan eru tölfræðilegar upplýsingar sem er að finna í fórum Hagstofunnar og ná yfir tímabilið 2010 til 2023. Vera kann að mörgum finnist eftirfarandi tölfræði, að mestu frá Hagstofunni, leiðindarugl og koma fullyrðingum um græðgisvæðinguna á kostnað almennings ekkert við. Þeir sterku eru að berja á þeim sem minna mega sín hvað sem allri tölfræði líður um hið gagnstæða.

Ráðstöfunartekjur þjóðarinnar á föstu verðlagi hafa aukist um 100% og árlegur vöxtur var 5,49% á umræddu tímabili

...