Arnór Ingvi Traustason tryggði Norrköping dýrmætan útisigur á Värnamo, 2:1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Arnór lék allan leikinn og skoraði markið á 59. mínútu, hans fimmta mark í deildinni í ár

Arnór Ingvi Traustason tryggði Norrköping dýrmætan útisigur á Värnamo, 2:1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Arnór lék allan leikinn og skoraði markið á 59. mínútu, hans fimmta mark í deildinni í ár. Norrköping komst með sigrinum upp í 11. sæti, fjórum stigum fyrir ofan umspilssæti þegar tveimur umferðum er ólokið.

Willum Þór Willumsson skoraði mark Birmingham sem gerði jafntefli, 1:1, við Mansfield í ensku C-deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Birmingham er á toppi deildarinnar með þriggja stiga forystu.

Arnar Pétursson úr Breiðabliki og Linda Heiðarsdóttir úr ÍR urðu á laugardaginn Íslandsmeistarar í maraþonhlaupi. Hlaupið fór fram í Reykjavík og hófst í Elliðaárdalnum. Arnar kom þar fyrstur karla í mark á 2 tímum, 51,06 mínútum og Linda fyrst kvenna á 3

...