95 ára Hafsteinn fæddist á Uxahrygg á Rangárvöllum og ólst þar upp. Hann gekk í Strandaskóla og lærði og las siglingafræði utanskóla. Hann lærði einnig köfun og tók ökukennarapróf.

Hann vann almenn sveitastörf og síðan hjá Mjólkurbúi Flóamanna, Selfossi. Hann sá síðan um Viðeyjarsiglingar. „Ég fékk leyfi hjá ríki og borg fyrir mannflutningum til og frá Viðey. Byggði þar 117 fermetra veitingaskála og 70 m langa flotbryggju og rauf þar með langa einangrun eyjarinnar. Ég flutti á tímabilinu 1970 til 1991 í kringum 500 þúsund gesti milli lands og eyjar á ferjunum Moby Dick, Skúlaskeiði og Maríusúð.“ Hafsteinn sat í stjórn Landleiða hf. og var stjórnarformaður hjá Ísarn hf., dótturfélagi Landleiða hf., en það var með Scania-umboðið á Íslandi.

Hafsteinn var fyrsti maraþonhlauparinn á Íslandi. „Ég

...