Nokkur hríðarjagandi af norðaustri var framan af degi, að sögn Jóns Gissurarsonar, en snjór þó lítill, líklega svona rétt í skógvarp þar sem mest var og á láglendi Skagafjarðar var þetta bara föl. Honum varð að orði: Haustið deyfir líf og ljós…

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Nokkur hríðarjagandi af norðaustri var framan af degi, að sögn Jóns Gissurarsonar, en snjór þó lítill, líklega svona rétt í skógvarp þar sem mest var og á láglendi Skagafjarðar var þetta bara föl. Honum varð að orði:

Haustið deyfir líf og ljós

leggur föl á auða jörð,

hefur sinni hélurós

hent á allan Skagafjörð.

Eyjólfur Ó. Eyjólfsson kastar fram kostulegri limru:

„Ég frægðarfólk forðast“ kvað Brynni

„því furðulegt er þeirra sinni

með nagg sitt og spé

nema það sé

að flykkjast að

...