Íslendingar eiga að krefjast þess að erlend stórfyrirtæki sem selja þjónustu sína hér á landi leggi eitthvað af mörkum til okkar menningarlífs.
Flóki Larsen
Flóki Larsen

Flóki Larsen

Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu segir að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2025 geri stjórnvöld ráð fyrir nýjum tekjustofni. Þar er átt við svokallað menningarframlag sem erlendar streymisveitur með starfsemi hér á landi skulu greiða til Kvikmyndasjóðs ár hvert með allt að 5% af áskriftartekjum sínum. Gjaldið verða veiturnar að greiða nema þær fjárfesti með beinum hætti í framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni. Með þessari tillögu brúar Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra málaflokksins, bil sem hefur farið breikkandi um nokkurn tíma eða síðan neyslumynstur heimilanna færðist frá áhorfi á línulega dagskrá. Nú horfir fólk í meira mæli á streymisveitur sem bjóða upp á afþreyingu hvenær sem er. Samkeppnishæfni íslenskra sjónvarpsstöðva hefur farið versnandi vegna þessarar þróunar. Þær hafa að einhverju marki lagað sig að breytingunum en eiga erfitt uppdráttar í

...