Evan „Kidd“ Bogart lagahöfundur ræddi um eitt af vinsælustu lögum sínum, „SOS“ frá 2006, með Rihönnu, í tónlistarhlaðvarpinu Behind the Wall. Þar deildi hann meðal annars áhugaverðu smáatriði um textann, sem er samsettur úr…
— AFP/Frederic J. Brown

Evan „Kidd“ Bogart lagahöfundur ræddi um eitt af vinsælustu lögum sínum, „SOS“ frá 2006, með Rihönnu, í tónlistarhlaðvarpinu Behind the Wall.

Þar deildi hann meðal annars áhugaverðu smáatriði um textann, sem er samsettur úr titlum vinsælla laga frá níunda áratugnum, eins og „Take on Me“ eftir A-ha og „The Way You Make Me Feel“ með Michael Jackson. Ástæðan var sú að hann hafði enga reynslu af því að semja popptónlist þegar hann samdi lagið, enda vanari rappheiminum.

Nánar um málið á K100.is.