Guðjón Leifur Gunnarsson
Undanfarið hefur aukist ásókn í fitusogsaðgerðir vegna þrálátrar fitusöfnunar, einkum á útlimum, s.s. á lærum framan- og utanverðum, innanverðum hnjám og fótleggjum en einnig á upphandleggjum. Í sumum tilfellum getur fitusöfnunin valdið óþægindum á borð við þreytuverki í útlimum eða sársauka sem í verstu tilfellum veldur brennandi sviða. Önnur einkenni hafa verið nefnd á borð við marbletti og hnúta sem oft eru aumir viðkomu. Greiningin og skilmerki hennar eru breytileg eftir uppruna.
Meðferðin miðast við greininguna
Lýtalæknar fást við margvísleg mein í fituvef, frá góðkynja fituhnútum (lipoma) til illkynja krabbameina (liposarcoma) og allt þar á milli. Nýverið hefur aukist umræða og eftirspurn eftir meðferð á þrálátum fitupúðum sem ekki láta undan megrun með breyttu mataræði, hreyfingu eða
...