X Reikningi sem opnaður var í nafni Khomeneis var lokað í gær.
X Reikningi sem opnaður var í nafni Khomeneis var lokað í gær. — AFP/Mauro Pimentel

Samfélagsmiðillinn X lokaði í gær reikningi sem birti tilkynningar á hebresku fyrir hönd Alis Khameneis erkiklerks og æðsta leiðtoga Írans skömmu eftir að reikningurinn var opnaður.

Stutt tilkynning birtist á síðunni þar sem kom fram að X lokaði reikningum sem brytu gegn reglum samfélagsmiðilsins. Ekki kom fram hvaða reglur hefðu verið brotnar.

Skrifstofa Khameneis er með nokkra reikninga á samfélagsmiðlum í nafni erkiklerksins og birtir þar tilkynningar á ýmsum tungumálum.

Umræddur reikningur á X var opnaður um helgina í kjölfar þess að Ísraelsher gerði flugskeytaárásir á Íran á laugardag. Að minnsta kosti fjórir íranskir hermenn létu lífið í árásinni sem að sögn Ísraelshers var gerð var til að bregðast við flugskeytaárás Írana á Ísrael 1. október sl.