Samkvæmt frétt Financial Times/FT.com mun bílaframleiðandinn Volkswagen að líkindum loka þremur verksmiðjum sínum í Þýskalandi, segja upp fólki og lækka laun um 10%. Slík lokun myndi kalla á uppsagnir tugþúsunda starfsmanna og yrði það í fyrsta sinn …
Mótmæli við verksmiðju Volkswagen.
Mótmæli við verksmiðju Volkswagen. — AFP

Samkvæmt frétt Financial Times/FT.com mun bílaframleiðandinn Volkswagen að líkindum loka þremur verksmiðjum sínum í Þýskalandi, segja upp fólki og lækka laun um 10%.

Slík lokun myndi kalla á uppsagnir tugþúsunda starfsmanna og yrði það í fyrsta sinn sem verksmiðju í eigu fyrirtækisins yrði lokað í Þýskalandi frá upphafi.

Þessi 87 ára gamli risi er með um 300 þúsund starfsmenn í vinnu og stendur í ströngu við að semja við stéttarfélög sem hóta verkföllum.

Ástæðan er mikil samkeppni við kínverska framleiðendur, erfiðir kjarnamarkaðir, ýmis vandamál og aukinn kostnaður tengdur kröfunni um framleiðslu á rafbílum.