Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykkti umsóknir um hlutdeildarlán til kaupa á 61 íbúð af alls 145 umsóknum sem bárust um úthlutun lánanna í október. Alls var sótt um hlutdeildarlán upp á 1.879 milljónir kr. en einungis 800 milljónir voru til úthlutunar fyrir þetta tímabil.
HMS opnaði fyrir umsóknir um hlutdeildarlán 4. október sl. en lokað var á umsóknir í maí sl. á meðan beðið var eftir frekari fjármögnun til lánveitinga.
Í frétt á vefsíðu HMS í gær segir að ekki hafi komið til þess að draga þyrfti úr umsóknum eins og útlit var fyrir um stund en töluverð umframeftirspurn var eftir lánunum. Eingöngu voru afgreiddar umsóknir þar sem staðfest kauptilboð lá fyrir.
„Af þeim umsóknum sem bárust voru 112 talsins með samþykktu kauptilboði og 33 umsóknir voru án
...